top of page

Áfangastaður

– Destination –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)

Ég hef reikað um heiðar og stórgrýttan stig,
og mín stef út í bláinn ég kvað,
og sóldúfur vorsins mér fylgdu í för
og hið fjúkandi haustgula blað.
Ég bar þreytu um öxl mér og þorsta á vör.
Hve þráði eg minn áfangastað.

En ef hvíldin býðst, vaknar bandingjans þrá.
Spurðu bátinn, sem liggur við naust,
þann er stefninu yppti í ólagaskafl,
meðan útsærinn kvað hæst við raust.
Spurðu gráspörinn smáa, er þig gisti í vor.
Spurðu grasið, er fölnar um haust.

Eins og sóldúfur loftsins, er leita að storð,
eins og löndin, er hefjast úr mar,
hefur andi minn leitað að áfangastað,
en af óró hann mettaðist þar:
þaðan blasti við augunum áfangi nýr,
er hið óþekkta í faðmi sér bar.

Og hvíldalaus þráin og þrá eftir hvíld
verður þraut, er ég tæplega veld.
En í laufskála svörtum, er svefninn mér býr,
hlýt ég sitja við draumanna eld,
og í morgunsins gullnu og gróandi vin
vil ég gista, er líður á kveld.

Og með þreytu um öxl og með þorsta á vör
legg ég þögul á öræfin blá.
Nú veit ég, að hugur minn orkar því einn,
hvaða útsýn er hæðunum frá,
því að áfangastaður hvers einasta manns
er hin óræða, volduga þrá.

 

(translation by Helga Ragnarsdóttir)

I have wandered heaths and rocky paths
And my steps I recite into the wind,

The sun-doves of spring accompanied me
And the blowing yellowed autumn leaf.

I bore fatigue on my shoulder and thirst on my lip.

How I longed for my destination.

 

But if rest is at hand, the prisoner’s longing awakens.

Ask the boat as it lies in the creek,

The one with its bow in a horrible snow pile

While the sea roared its loudest.

Ask the wee grey sparrow, that stayed this spring.

Ask the grass, which will wither in the fall.

 

As the sun-doves of air, that look for earth,

As the lands that rise from the sea,

As my spirit has been searching for destination

But from unease it got fed up there:

Thence was revealed to me a destination new
Carrying the unknown in its embrace.

 

And the restless yearning and longing for rest

Will be a test that I hardly can bear.

But in the black leaves, as sleep abides
Must I sit by the fire of dreams,

And in the golden and growing oasis of morning

I want to stay, as night falls.

 

And with fatigue on my shoulder and thirst on my lip,

I silently set off over the blue highlands.

Now I know that my mind alone dictates
What view is from high above,

As the destination of every last man

Is the indecipherable, powerful longing.
 

bottom of page