top of page

Hið gullna augnablik

– The Golden Moment –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)


Þú vissir það ei, þig gisti í gær

Hið gullna augnablik.
Frá tímanna djúpi bylgja barst

Að brjósti þér, ljós og kvik.
En sjón þín var haldin og heyrnin með

Við hversdagsins önn og ryk.


Það örlögum réð, að sál þín svaf,

Er sótti, þig heim sú stund,
Því aldan, er faldar geislum guðs

Um gæfunnar bláu sund,
Hnígur aðeins eitt einasta sinn

Á ævi þinnar fund.


Í morgun vaknaði vera þín
Í vitund um hjartans töp,
Því nóttin átti sér engan draum
En ótal stjarna hröp.
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf,

Vera illra norna sköp.


Með þögulum trega telurðu nú

Hvert tímans bylgjuslag.
Nú stillir ei himinn hörpu meir

Við hafsins undralag.
Það augnablik, sem var gullið í gær,

Er grátt eins og vofa í dag.


Ég hvísla óði í eyra þér
Um æskunnar týndu sýn.
En ljóð mitt á framar engin orð

Og engan tón, sem skín.
Þú vissir það ei: Þetta augnablik

Var eilífðin mín og þín.

(translation by Helga Ragnarsdóttir)

You did not know, it visited you last night
The golden moment.
From the depth of time the wave came
To your chest, light and quick.
But your vision and hearing were stuck
In the mundane hustle and bustle.

Fate would have that your soul was sleeping,
As that moment visited you.
As the wave, that folds the rays of God
Around the blue bays of fortune
Breaks only the one time
Upon your life.

This morning your being awoke
In the knowledge of your heart’s loss,
As the night had no dreams
But only a thousand falling stars.
Then the richness of a busy day
Seemed to you the work of evil witches.

With quiet reluctance you now count
Each beat of time.
Now the sky no longer tunes its harp
To the wondrous tune of the sea.
The moment, which was golden yesterday,
Is grey as a ghost today.

I whisper an ode in your ear,
About the lost vision of youth.
But my poem has no longer any words
And no tone that shines.
You did not know: That moment
Was the eternity of you and me.

bottom of page