top of page

Fjallið blátt

– The Blue Mountain –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)

Ég undi ekki á æskustöðvum,
fannst þar allt vera lágt og smátt.
Og hugur minn löngum horfði
til hæða í suðurátt
og faðmaði fjallið eina,
fjallið töfrablátt.

Til guðsifja foldin færði
Fjallið í himinslaug,
og röðull kveldsins því rétti
rauðagullsins baug.
Þaðan kom þeyrinn söngvinn,
þangað örninn flaug.

Mörg firnindi und fót ég lagði,
unz fjallið eina ég vann.
En ís þess ég þekkti aftur,
þess eldur mér sjálfri brann,
og skriður þess hrynja og hrapa
í hjarta mér áður ég fann.

Að baki mér bernskulöndin
úr blámistri hófu sig.
Ég leitaði um þyrnileiðir,
og leyndan, grýttan stig,
að dásemdum fjærsta fjallsins,
en fann aðeins sjálfa mig.

Of seint er nú heim að halda,
því hjartaslátturinn dvín.
Allt líf mitt var för til fjallsins,
sú för var ei næsta brýn.
Í fjarlægðar sinnar fegurð
hafði fjallið komið til mín.

 

(translation by Helga Ragnarsdóttir)

I found no ease at my childhood home,

Thought it all there was low and small.

And my mind looked longingly
To the hills in the south
And embraced the one mountain,

The magically blue mountain.

 

The earth moved in godlike way
The mountain in heaven’s pool,

And the night’s sun bestowed
A golden crown.

Thence came the singing breeze,

Thither the eagle flew.

 

Many a wilderness I traversed,

Until I beat the one mountain.

But its ice I recognised,

Its fire burned in me,

And its landslides, falling and sliding
I already felt in my heart.

 

Behind me childhood lands

Arose from the blue mist.

I searched through thorny paths,

And secret, rocky trails,

For the treasures of the distant mountain

But only found myself.

 

Too late it is now to turn home
As my heartbeat grows faint.

All my life was a journey to the mountain,

A journey not ever so urgent.

In its distant beauty

The mountain had come to me.
 

bottom of page