top of page

Mig dreymir enn

– I Still Dream –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)

Mig dreymir enn og dreymir
í dagsins ljóma og yl,
í hrannahúmi nætur,
í hvítalogni og byl.
Gimstein ástar minnar
ég geymi í draumsins hyl.

En nafnið þitt gróf ég
í gimsteininn minn.
Ef legg ég hann við brjóst mitt
og brennheita kinn,
stafina brenna
í blóði mér ég finn.

Þá hlýnar mér um auga,
þá hitnar mitt blóð
og fellur mér um æðar
eins og fegursta ljóð.
Með nafnið þitt á vörum
verð ég öllum góð.

Mig dreymir enn og dreymir.
Ég draumalöndin á.
Ég fór um þau eldi,
sem enginn maður sá.
Ég fel mig þar í laufi,
er lífið gengur hjá.

 

(translation by Helga Ragnarsdóttir)

I still dream and dream

In the day’s light and warmth,

In the darkness of night,

In the white stillness and storm.

The gemstone of my love

I keep in the pit of dreams.

 

But your name I engraved

Into my gem.

If I lay it to my chest

And my burning cheek

I feel the letters

Burn in my blood.

 

Then my eye is warmed,

Then my blood is heated,

And falls through my veins

Like the most beautiful poem.

With your name on my lips

I am good to all.

 

I still dream and dream.

Dreamlands I have.

I went through them as fire,

Which no man could see.

I hide there in the leaves,

As life passes by.
 

bottom of page