top of page

Mannsbarn

– Mannsbarn –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)

Við háan múr
er mannsbarn í förum
í leit að geislum,
í leit að svörum.

Sumstaðar bergið
er bergfléttu þakið,
sumstaðar blátt,
sorfið, nakið.

Maður gengur,
svo lengi sem lifir,
hvorki er vegur
undir né yfir.

Kalinn á hug
og kvalinn efa
ræðst hann á bergið
hnýttum hnefa.

 

Þögul og köld,

eru klettaleynin.
Svo ber hann höfði
við harðann steininn.

 

Þögnin eykst

og hann þrýstir í harmi
að náköldum hamrinum
nöktum barmi.

Hjarta mannsins
við múrinn grætur.
Að fótum bjargsins
hann fallast lætur.

Stjarna hrapar
í heiðnætur friði
sem hrynji laufblað
af ljóssins viði.

 

(gjendikting av Knut Olav Rygnestad)

Ved fjellmuren,
et mannsbarn på ferd,
på let etter stråler
og svar av verd.

Noen steder er bergets
bergflette tett,
noen steder blått,
nakent og slett.

Mennesket må gå
alle livets stunder,
en sti finnes hverken
over eller under.

Forfryst i tankene,
han tviler og strever.
Han banker på berget
med knyttede never.

Fjellets grotter
Er tause og kalde.
Så han slår mot steinen
Med sin nakne skalle.

Tausheten vokser
og han trykker så tyst
mot den dødkalde veggen
sitt nakne bryst.

Mannens hjerte
gråter ved fjellet.
Ved bergets fot
lar han seg felle.

En stjerne faller
fra nattehimmelen ned
som et fallende løvblad
fra lysets tre.

 

bottom of page