top of page

Mannsbarn

– Human Child –

(Guðfinna Jónsdóttir's original text)

Við háan múr
er mannsbarn í förum
í leit að geislum,
í leit að svörum.

Sumstaðar bergið
er bergfléttu þakið,
sumstaðar blátt,
sorfið, nakið.

Maður gengur,
svo lengi sem lifir,
hvorki er vegur
undir né yfir.

Kalinn á hug
og kvalinn efa
ræðst hann á bergið
hnýttum hnefa.

 

Þögul og köld,

eru klettaleynin.
Svo ber hann höfði
við harðann steininn.

 

Þögnin eykst

og hann þrýstir í harmi
að náköldum hamrinum
nöktum barmi.

Hjarta mannsins
við múrinn grætur.
Að fótum bjargsins
hann fallast lætur.

Stjarna hrapar
í heiðnætur friði
sem hrynji laufblað
af ljóssins viði.

 

(translation by Helga Ragnarsdóttir)

At a tall wall

A human child travels,
Searching for sun light

Searching for answers.

 

In some places the cliff face

Is covered in ivy,

Some places blue,

Eroded, naked.

 

Man walks,

As long as he lives,

A road isn’t
Under nor over.

 

Frostbitten in mind,

And racked with doubt,

He assaults the cliff face
With clenched fists.

 

Quiet and cold

Are the hidden corners.
Thus he bangs his head
Against the unyielding st
one.

 

The silence grows,

And he presses in sorrow
Against the deathly cold cliff face
His naked bosom.

 

The man’s heart
Cries by the wall.

At the cliff’s feet

He lets himself fall.

 

A star falls
In a clear night’s sky,

Like a leaf falling

From the tree of light.
 

bottom of page